Hvað fellst í því að vera cruelty free vörumerki?

Hvað fellst í því að vera cruelty free vörumerki?

Dýr og Aveda.

Aveda er grimmdarlaust/cruelty-free vörumerki. Við gerum ekki tilraunir á dýrum og við biðjum ekki aðra um að gera tilraunir á dýrum fyrir okkur. Vörur okkar eru prófaðar af fólki. Það er tímafrekara og dýrara en við teljum það vera þess virði.

Það skiptir okkur miklu að vera cruelty-free og hefur verið þýðingamikill hluti af starfssemi okkar allt frá 1978. Það er hluti af markmiði okkar að gæta umhverfis okkar og allra þeirra lífvera sem eru partur af því.

Við erum leiðandi í okkar iðnaði og það hefur alltaf verið markmið okkar að vera leiðandi og ábyrg í okkar iðnaði jafnt sem og í heiminum. Okkar skuldbinding um dýravelferð og verndun heimkynna þeirra nær víða um heiminn.

Hvað höfum við gert:

Árið 1989 varð Aveda fyrsta fyrirtækið til þess að skrifa undir Ceres sáttmálan sem stendur meðal annars fyrir ábyrgð fyrirtækja gagnvart öllu lífi á jörðinni.

Aveda vörurnar eru 100% vegan.

Við framleiðum vörur okkar í eigin verksmiðju í Blaine, Minnesota. Landsvæðið þar sem verksmiðja okkar stendur er vottað vistkerfi viltra dýra. Aveda vann með National Wildlife Federation til þess að það gat orðið að veruleika.

Við unnum með Audubon Minnesota (samtök sem vinna að velferð fugla) til þess að sjá til þess að fuglar ættu auðvelt með að búa til hreiður á landsvæðinu okkar. Til hafa orðið ýmis svæði á landareigninni þar sem mismunandi fuglategundir eiga auðvelt með að verpa eggjum sýnum, þar má til dæmis nefna Viðarendur og Bláfugla.

Við höfum unnið með Audubon frá árinu 2007 og eitt af þeim verkefnum er að bæta vatnsgæði efri hluta Mississippi árinnar og bæta þannig líf fugla og annara viltra dýra sem sækja í ánna.

Frá 2010 höfum við safnað gömlum farsímum og gefið til endurvinnsluverkefna sem fjármagna Goualougo Triangle Ape Project í Kongo.

Við höfum gefið fjármuni til verkefna tengda dýravelferð þegar náttúrhamfarir hafa dunið yfir. Þar má nefna vegna fellibylsins Katrina og olíu leikans í Mexíkóflóa.

Á síðasta áratug höfum við gefið yfir 1 milljarð króna til ýmissa grasrótarsamtaka  sem vinna að verndun dýra og  plantna í útrýmingarhættu.

Við styðjum og söfnuðum yfir 500.000 undirskriftum vegna Endangered Species Act árið 2006 og hvöttum þannig þjóðarleiðtoga til þess að samþykkja tillöguna með tilstuðlan Sameinuðuþjóðanna.

Við stundum býflugna-vinsamlega garðyrkju á landareign okkar þannig að þær hafi aðgengi að hreinni fæðu og vatni.

Við kaupum lokta pappír frá Nepal en með kaupum okkar hefur tekist að vernda 42.000 ekrur af skógum sem er heimkynni yfir 21 dýrategunda í útrýmingarhættu. Þar á meðal eru úlfar og snjó hlébarðar.

Read more

Ayurveda og Aveda

Ayurveda og Aveda

Aveda og Leaping Bunny

Aveda og Leaping Bunny

<p>Við styðjum rannsóknir sem leita lækninga við brjóstakrabbameini</p> <p> </p>

Við styðjum rannsóknir sem leita lækninga við brjóstakrabbameini