Aveda og Leaping Bunny
Aveda var stofnað árið 1978 með skýru markmiði varðandi það að vera í forystu hlutverki í umhverfismálum ásamt því að færa fagfólki og viðskiptavinum þeirra besta mögulegu innihaldsefnin sem uppfylltu hæstu gæðakröfur notenda. Allar vörur Aveda eru cruelty-free og vegan. Allt sem Aveda gerir hefur sjálfbærni að leiðarljósi. Aveda er frumkvöðull í grænni efnafræði, hvernig nýta má plöntur og jurtir til þess að búa til fyrsta flokks hár- og snyrtivörur sem standast kröfur kröfuhörðustu neytenda. Hugmyndafræði Aveda á rætur að rekja til Ayruveda, hina fornu lækningalista Indlands. Hárvörur Aveda eru yfir 90% náttúrulegar, allur ilmur er náttúrulegur og er búinn til úr plöntum, jurtum og blómum. Vinsælustu vörulínur Aveda; Botanical Repair, Invati Advanced og Nutriplenish hafa unnið til tugi verðlauna og Aveda hefur unnið CEW Sustainability Excellence verðlaunin sem er æðsta viðurkennig sem hægt er að hljóta í hár- og snyrtivörugeiranum fyrir sjálfbærni. Aveda er með Gull vottun Leaping Bunny sem cruelty free fyrirtæki.
Aveda framleiðir eigin vörur í eigin verksmiðju sem er rekin á 100% endurnýjanlegri orku, fyrst allra hár- og snyrtivöruframleiðanda. Aveda var einnig fyrsta fyrirtækið til þess að nota 100% endurunnar umbúðir undir vörur sínar. Aveda er stöðugt að setja markið hærra þegar kemur að sjálfbærni og árið 2020 lauk skráningu einna stærstu bálkakeðju heims en þá lauk skráningu á ferli Vanillu frá akri til notkunnar fyrir Aveda vörur í verksmiðju félagsins.
Aveda leggur sitt af mörkum til nær og fjær samfélaga. Eitt af þeim málefnum sem Aveda styður rausnarlega er að bæta aðgengi barna að hreinu drykkjar vatni. Á ári hverju höldum við Jarðarmánuð hátíðlegan í apríl og frá árinu 1999 höfum við safnað 8.7 milljörðum króna fyrir áríðandi málefni.Við höfum fært yfir 1.4 milljónum mans aðgengi að hreinu drykkjarvatni.
Aveda starfar í yfir 45 löndum og vinnur með hárgreiðslu- og snyrtistofum, sérvöruverslunum og sérhæfðum snyrtivörudeildum verslana.