Stofnandi Aveda og tilgangur Aveda í heiminum.

Stofnandi Aveda og tilgangur Aveda í heiminum.

Stofnandinn

Arfleið Horst Rechelbacher (11. nóvember 1941 - 15. febrúar 2014) nær langt útfyrir stofnun Aveda, hann var frumkvöðull í heilnæmri fegurð, frumkvöðull í því að taka ábyrgð á umhverfismálum. Ástríða hans varð af hnattrænni hreyfingu sem leitar leiða til að öðlast jafnvægi og samhljóm í því hvernig við lifum og búum.

Horst fæddist árið 1941, móðir hans var grasalæknir og faðir hans var skósmiður. Andspænis æskuheimili hans var hárgreiðslustofa og þar byrjaði hann að vinna 14 ára gamall. „Ég var ekki besti nemandinn en ég hafði ástríðu fyrir því sem ég var að gera“ sagði hann. Horst var með einstaka hæfileika og þegar hann var 17 starfaði hann á bestu hárgreiðslustofunni í Róm. Meðal viðskiptavina hans voru margar stórstjörnur. Þegar Horst var 20 ára vann hann titilinn hárgreiðslumaður Evrópu og með þeim titli fylgdu sýningahöld og ferðalög um alla Evrópu og Bandaríkin. Horst hafði sannarlega fundið köllun sína.

Lærdómi líkur aldrei

Horst lenti í slæmu bílslysi árið 1963, þá var hann nýbúinn að vinna keppni í Minneapolis. Þar dvaldi hann á spítala til þess jafna sig eftir bílslysið. Horst ákvað að búa í Minneapolis og opnaði fyrstu hárgreiðslustofuna sína þar. Þeim fjölgaði hratt og vann hann myrkrana á milli. Að lokum vann hann yfir sig en náði aftur kröftum sínum með því að breyta um lífsstíl. Hann fór að stunda jóga og hugleiðslu og mamma hans, grasalæknirinn, bjó til heilsupakka sem virkuðu fyrir hann. Eftir heimsókn til Indlands árið 1970 innleiddi Horst Ayurveda í líf sitt, bæði sitt persónulega líf ásamt því að innleiða það í fyrirtækið sitt. Hann trúði því að fegurð einstaklingsins væri tengd við fegurð heimsins, umhverfis okkar. Hér mótuðust hugmyndir hans sem myndu umbylta hár- og snyrtivörugeiranum. „Við erum jörðin, við erum jarðvegurinn, við erum vatnið, við erum allt. Ræktaðu lífrænt ef þú getur. Vertu bóndi. Þú getur vaxið inn í þínu eigin húsi. Ræktaðu piparmyntu og búðu til þitt eigið te. Fagnaðu lífinu.“

Aveda aðferðafræðin er komin frá hinum fornu lífsvísindum Ayurveda

Horst fékk innblástur til þess að búa til Aveda þegar hann var staddur á Indlandi. Hann lærði hvernig hægt væri að öðlast orku til þess að efla jafnvægi hugans, líkamans og andans – allt ætti að leiða til þess að gesturinn á hárgreiðslustofum hans næði sínum markmiðum, bæði þjónusta og vörurnar sem gesturinn notaði þegar heim var komið voru partur af heild. Horst hitti Shiv Nath Tandon, sem síðar varð fyrsti starfsmaður Aveda, saman bjuggu þeir til fyrstu vöru Aveda – Clove sjampóið. Með þeim í teyminu voru tveir doktorar í Ayurveda, hjónin Vinod og Kusum Upadhyay. Öll starfa þau enn hjá Aveda.

Aveda varð til árið 1978 og tilgangurinn var að færa fagfólki í hár- og snyrtingu vörur og gestum þeirra vörur sem væru byggðar á lífrænum grunni og myndi því fara betur með fagfólkið, gesti þess, umhverfið og samfélagið. Sýn Horst reyndist langt á undan samtímanum. Þrátt fyrir að Horst sé ekki lengur á lífi þá skildi hann eftir sig einstaka arfleið sem hefur mótað heilan iðnað. Horst er gjarnan nefndur afi grænu byltingarinar þegar kemur að hár- og snyrtivörum.

„Sérhver dagur gefur okkur tækifæri til þess að skapa gáru jákvæðni í heiminum, jafnvel einföldustu valkostir okkar geta haft mikil áhrif á umhverfið, hvað við borðum, í hverju við erum, hvað við notum á líkamann og hvað við notum inni á heimilum okkar, allt hefur þetta áhrif sem ná langt útfyrir okkar nærumhverfi“ sagði Hrost.

Einstak líf leiðtoga

1978 – Horst stofnar Aveda með það að markmið að búa til fegurð með vellíðan.

1982 – Fyrsti Aveda skólinn opnar í Minneapolis, Aveda Institues eru skólar fyrir fagfólk í hári, snyrtingu og nuddi.

1987 – Horst gefur út bókina „Rejuvenation: A Wellness Guide for Women and Men“

1989 – Horst skrifar undir Valdez/Ceres sáttmálann fyrir hönd Aveda. Aveda verður þannig fyrsta fyrirtækið til að gera það. Valdez/Ceres sáttmálinn er undanfari Parísarsamkomulagsins þar sem barist er gegn loftlagshlýnun.

1993 – Horst semur um vörudreifingu Aveda á Íslandi. Þekking Íslendinga á grasafræðum er þekkt langt út fyrir landssteinana.

1997 – Horst selur Aveda til Estée Lauder og Aveda vex hratt og Aveda starfar í yfir 40 löndum og yfir 9000 hárgreiðslustofur vinna með og selja Aveda vörurnar.

1999 – Horst gefur út „Aveda Rituals: A Daily Gudie to Natural Health and Beuty“

2004 – Horst fær virtustu verðlaun snyrtivörugeirans fyrir starf sitt í geiranum.

2005 – Aveda verður fysta kolefnishlutlausa fyrirtæki Íslands. Það var gert í samstarfi með Skógræktarfélagi Íslands.

2005 og 1995 – Vanity Fair tímaritið velur Horst "Helsta umhverfissinna Bandaríkjanna."

2007 – Horst fær Rachel Carson verðlaunin fyrir þrotlaust starf sitt að siðferði í umhverfismálum

2007 – Horst fær verðlaun frá The Spa & Salon Proffessional Association fyrir framlag sitt í Hár- og snyrtivörugeiranum.

2009 – Forseti Austurríkis verðlaunar Horst með „Decoration of Honour in Gold Services to the Republic of Austria“ en þau verðlaun eru veitt fyrir að skara frammúr í viðskiptum.

2013 – The International Spa Association (ISPA) verðlaunar Horst fyrir framúrskarandi leiðtogahæfni.

 

 

Read more

Aveda og Leaping Bunny

Aveda og Leaping Bunny

Ayurveda og Aveda

Ayurveda og Aveda