Sort by Tags |

Aveda háralitur færir hárinu raka og glans. Blandan er 100% Vegan og 93% náttúruleg. Formúlan er "Fade-resistant". Liturinn byggist upp nærandi olíum.

Háralitur endist best í hári þegar vatnið sem hann er þveginn úr með er ekki of heitt. Heitt vatn opnar hárið frekar og lit hættir til að "renna" úr hárinu. Sjampóið sem þú notar til þess að þvo úr litinn ætti að vera án parabena, sulfate hreinsa, sílkons en þetta eru helstu efnin sem leiða til þess að háralitur dofnar hratt úr hárinu.

Fagfólk velur Aveda háralit fyrir sérhvern viðskiptavin. Allir gestir fá sérhannaðan háralit sem hentar þeim best. Sérhver háralitaþjónusta er einstök. Þegar gestir fá háralit frá Aveda í fyrsta skipti er mælt með að gera "patch test".

Fagfólk gætir þess að háraliturinn fari ekki á húðina því það getur tekið tíma að ná lit af húð. Fjöldi fagfólks ber krem á húðina þar sem hár og húð "mætast" til þess þess að forðast að litur berist yfir hárlínuna.

Fagfólk skiptir hárinu í 4 eða fleiri parta. Frá eryar til erya, yfir krónuna og niður með miðju.

Fagfólk blandar réttu blöndunni í skal og ber í hárið frá rót og í það hár sem á að lita.

Fagfólk þvær háralit úr hári með viðeigandi sjampó, best er að hafa vatnið volgt eða kaldara.

Fagfólk ætti að mæla með rakamaska fyrir hár þeirra sem hafa fengið háralit. Það sér til þess að hárið er alltaf vel nært og með rétt rakastig. Þannig helst liturinn lengur fallegur í hárinu.

Fólk fær mest út úr háralitun sinni þegar fagmaður notar Botanical Repair meðferð með háralitun.

Háralitir eru einungis seldir til fagfólks, fólks sem er að læra háriðn eða hefur lokið námi í háriðn.